Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er íslenskur hátíðardagur,16. nóvember, tileinkaður íslensku. Haustið 1995 lagði menntamálaráðherra til að einn dagur ár hvert yrði tileinkaður íslensku og átak gert í varðveislu hennar. Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar var valinn til minningar um framlag hans til íslenskunnar. Fyrsti dagur íslenskrar tungu var 16. nóvember 1996 og hefur verið haldinn síðan árlega.  Í tilefni dagsins komu nemendur í 1.-6. bekk á Ólafsfirði sama og fluttu ljóð, spakmæli o.fl fyrir aðra nemendur, starfsfólk og foreldra. Myndir af deginum eru komnar inn í myndaalbúm.