Mugison tónleikar á morgun

Á morgun  fimmtudaginn 15. desember kemur óvæntur gestur í heimsókn. Mugison ætlar að halda tónleika í Siglufjarðarkirkju sérstaklega fyrir grunnskólabörn í Fjallabyggð. Tónleikarnir verða klukkan 13:00.   Skipulagið verður eftirfarandi: Unglingadeild (8.-10. bekkur) - kennslu lýkur 12:50  til þess að nemendur geti sótt tónleikana. Siglufjörður (5.-7. bekkur) - kennslu lýkur 12:50  til þess að nemendur geti sótt tónleikana.   Ólafsfjörður (5.-7. bekkur) - nemendur geta tekið rútuna 12:30 yfir á Siglufjörð og heim aftur að loknum tónleikum. Yngri deildir Siglufjörður - (1.-4. bekkur) -  foreldrar eiga kost á að sækja börn sín kl: 12:45 og fara með þau á tónleikana, annars er hefðbundin kennsla til 13:00 Ólafsfjörður (1.-4. bekkur) - foreldrar eiga kost á að sækja börn sín 12:30 og fara með þau á tónleikana, annars er hefðbundin kennsla til 13:00. Tekið skal fram að tónleikar Mugisons eru á hans eigin vegum og að frítt er á tónleikana.  Skólinn er með þessu skipulagi að leggja sitt að mörkum til að nemendur komist ef áhugi er fyrir hendi. Foreldrum er velkomið að mæta á tónleikana.