Dagur gegn einelti

Nemendur sýna afrakstur sinn
Nemendur sýna afrakstur sinn
Í dag var brugðið út frá hefðbundinni kennslu og var dagurinn helgaður vinnu gegn einelti. Þar unnu nemendur með ýmis hugtök sem tengjast því hvernig við eigum að koma fram við hvort annað, hvað við getum gert  til að öðrum líði vel og öllum líði sem best.  Afraksturinn af vinnunni mun prýða veggi skólahúsanna í vetur og minna nemendur á hvernig  okkur getur öllum liðið sem best saman. Allir nemendur á yngra stigi voru hvattir til að mæta í einhverju grænu því öll viljum vera eins og græni karlinn á eineltishringnum sem kemur fram sem verndari þeirra sem minna mega sín.