Fréttir

Stofnfundur foreldrafélags

Foreldrafélag Grunnskóla Fjallabyggðar verður stofnað n.k. fimmtudag 12. maí. Fundurinn verður haldinn í skólahúsinu Ólafsfirði og hefst kl. 18. Eftirtaldir foreldrar gefa kost á sér í stjórn: Auður Eggertsdóttir, Gunnar Smári Helgason, Hrönn Gylfadóttir, Kristján Hauksson, Ólöf Ásta Salmannsdóttir og Rut Viðarsdóttir.   Dagskrá fundarins: §  Kosning fundarstjóra og fundarritara §  Lög Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar kynnt og borin upp til samþykktar §  Kosning formanns foreldrafélags og annarra stjórnarmanna §  Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga §  Önnur mál        
Lesa meira

Hreystidagur á Ólafsfirði

Föstudaginn 6. maí var haldin hreystidagur í Ólafsfirði. Nemendur fóru í Tarsanleik í salnum, boðhlaup í sundlauginni, tímatöku í vatnsrennibrautinni og ratleik um skólalóðina. Dagurinn tókst vel í alla staði enda veðrið gott og nemendur duglegir að taka þátt í því sem boðið var uppá. Nokkrar myndir af deginum eru komnar inn  hér.
Lesa meira

Brúðuleikhús

Síðastliðin þriðjudag  kom Bernds Ogrodniks í heimsókn til okkar með nýja íslenska leikverkið Gilitrutt eftir þjóðsögunni um skessuna ógurlegu og bóndakonuna sem vildi sleppa auðveldlega frá skyldum sínum og ábyrgð. Það voru nemendur í 1. - 6. bekk sem sáu sýninguna við góðan fögnuð. Sýningin um Gilitrutt er fjölskyldusýning og er leikverkið mikið sjónarspil. Bernd segir að þessi sýning sé ástaróður sinn til Íslands og má sjá það meðal annars á því stórkostlega listaverki sem leikmyndin er en hún er öll unnin úr þæfðri ull. Einnig eru brúðurnar og annað í verkinu unnið af miklu listfengi.
Lesa meira

Drengir í fluguhnýtingavali í eftirminnilegri veiðiferð

Það var 11 manna hópur sem lagði af stað úr Fjallabyggð seinni part mánudagsins  4. apríl, ferðinni var heitið austur í Kelduhverfi. Þar átti að veiða í Litluá, daginn eftir.  Hópurinn samanstóð af níu drengjum í 9. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar, einum kennara og föður eins drengjanna. Þessir drengir höfðu verið í fluguhnýtinga vali  í skólanum í vetur og hnýtt nokkrar eigin flugur.  Aðeins einn drengjanna hafði áður veitt á flugustöng.  
Lesa meira

Vilt þú vekja athygli á verðugu verkefni eða metnaðarfullu viðfangsefni?

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, verða afhent í 16. sinn við athöfn í  Þjóðmenningarhúsinu þriðjudaginn 24. maí næstkomandi.   
Lesa meira

Fuglaskoðunarferð

  Sara, Sólveig, Þórunn og Helena könnuðu hvort merktir jaðrakanar væru á leirunum. Þær sáu enga merkta, en þarna voru um 40 jaðrakanar, lóur, stelkar, hettumáfar og nokkrar andategundir, t.d. hin litskrúðuga straumönd.
Lesa meira

Vinningshafi í teiknisamkeppni Alþjóðlega skólamjólkurdagsins

Rétt fyrir páska var tilkynnt um úrslit í teiknisamkeppni Alþjóðlega skólamjólkurdagsins, en hann er síðasta miðvikudag í september ár hvert.  Í ár bárust um 1300 teikningar frá 60 skólum víða að af landinu m.a. frá nemendum í 4. Bekk Grunnskóla Fjallabyggðar.    
Lesa meira

Vorskemmtun á Siglufirði

Hin árlega Vorskemmtun 7. bekkjar fer fram í Allanum á Siglufirði fimmtudaginn 14. apríl og eru sýningar kl. 16.00 og 20.00. Samkvæmt venju eru það nemendur yngri deildarinnar á Siglufirði sem koma fram, þ.e. nemendur 1. - 6. bekkjar, ásamt nemendum 7. bekkjar.
Lesa meira

Sýn Grunnskóla Fjallabyggðar

Í vetur hefur starfsfólk skólans unnið að starfsáætlun og skólanámskrá fyrir nýjan skóla. Eftirfarandi sýn er höfð að leiðarljósi.
Lesa meira

Lokasýning

  Nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar sýna síðustu sýningu á leikverkinu Irisi eftir Brynhildi Guðjónsdóttur og Ólaf Egil Egilsson á morgun sunnudaginn 10. apríl  í Tjarnarborg kl. 16:00. Um er að ræða nýtt verk sem skrifað var sérstaklega fyrir Þjóðleik en það er  samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og leikhópa á Norðurlandi og fór fram síðastliðna helgi á Akureyri. Það eru unglingar í leiklistarvali grunnskólans sem flytja verkið. Miðaverð er 1000 krónur fyrir fullorðna en frítt fyrir börn 16 ára og yngri.   Athugið að þessi sýning  er ekki við hæfi ungra barna.  
Lesa meira