24.01.2011
Ákveðið hefur verið að fresta hreystideginum um óákveðin tíma vegna snjóleysis.
Lesa meira
21.01.2011
Hreystidagur hjá yngra stigi verður miðvikudaginn 26. janúar. Þann dag verður kennt skv. stundatöflu fram að
löngufrímínútum og þá tekið nesti. Eftir það verður stefnan tekin upp í fjall og skíðað. Ólafsfirðingar fara
á skíðasvæði Ólafsfjarðar og Siglfirðingar fara inn í Skarðsdal. Ef nemendur vilja ekki vera á skíðum þá er
í boði að vera á þotu á Gullatúninu og á neðra svæðinu í Skarðsdal. Hádegismatur er kl. 12 og eftir það
verður gripið í spil.
Lesa meira
10.02.2011
Þann 10. febrúar verður söng- og hæfileikakeppni Grunnskóla Fjallabyggðar haldin í Tjarnarborg. Þar geta nemendur komið og sýnt hvað
í þeim býr, hvort sem er að syngja einir eða í hóp og eða sýna hæfileika sýna á annan hátt. Þeir sem ætla
að taka þátt eru beðnir um að skrá sig hjá umsjónarkennara ekki seinna en 28. janúar. Sérstakur lagalisti er fyrir nemendur á yngra
stigi, hann má sjá hjá umsjónarkennara. Hver nemandi getur aðeins tekið þátt í einu atriði.
Lesa meira
06.01.2011
Hér er mynd frá afhendingu viðurkenninga vegna merkis Grunnskóla Fjallabyggðar. Hákon og Andrea með viðurkenningar sínar.
Lesa meira
05.01.2011
Rétt í þessu lauk
afhendingu viðurkenninga fyrir merki Grunnskóla Fjallabyggðar. Eins og flestir muna var boðað til samkeppni s.l. vor á vegum fræðslu- og menningarnefndar
Fjallabyggðar. Tvær hugmyndir voru valdar og þeim steypt saman í eitt merki. Höfundar eru þau Hákon Leó Hilmarsson 8. bekk og Andrea Sif
Hilmarsdóttir en hún er fyrrum nemandi Grunnskóla Ólafsfjarðar.
Lesa meira
03.01.2011
Skóli hefst aftur að loknu jólafríi þriðjudaginn 4. janúar samkvæmt stundatöflu.
Lesa meira
24.12.2010
Tölurnar á Þorláksmessu voru 52 - 17 - 64
Lesa meira
23.12.2010
Starfsfólk Grunnskólans óskar nemendum, fjölskyldum þeirra og bæjarbúum öllum
gleðilegra jóla og þakkar fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Lesa meira
23.12.2010
Bingótölur dagsins eru: 8 - 7 - 49
Lesa meira
22.12.2010
Ágætu íbúar Fjallabyggðar. Nemendur 10. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar munu dreifa blaðinu
„Snarl“ í hús núna fyrir jólin. Þetta er blað sem bekkurinn er að gefa út í tengslum við fjáröflun
fyrir útskriftarferð í vor. Ákveðið hefur verið að dreifa blaðinu frítt í öll hús þessi jól þar sem við
erum að kynna það hér á Siglufirði en þetta hefur verið hefð í 10. bekk í Ólafsfirði til nokkurra ára. Við viljum
endilega halda þeirri hefð við í nýjum sameinuðum skóla okkar í Fjallabyggð. Vonandi hafið þið ánægju af blaðinu
okkar en það inniheldur ýmislegt tengt jólum, fréttir af okkar fólki í skólanum, viðtöl við ýmsa bæjarbúa og margt
fl.,ásamt því að innihalda auglýsingar og jólakveðjur frá ýmsum fyrirtækjum hér í byggðarlaginu og utan
þess.
Með óskum um gleðileg jól og
þökkum fyrir veittan stuðning
Fh. 10. bekkjar.
Bjarkey Gunnarsdóttir og Erla Gunnlaugsdóttir.
Lesa meira