Fjör á þorrablóti eldri deildar

Síðastliðinn föstudag fór þorrablót eldri deildar fram á Allanum.  Á boðstólum voru veitingar sem nemendur í matreiðsluvali höfðu útbúið; sviðasulta, rófustappa, kartöflumús, rúgbrauð og flatbrauð auk þess sem Allinn bauð uppá grjónagraut og slátur. Sumir komu líka með þorranesti að heiman. Hver bekkur var með skemmtiatriði og Tóti og Steini tónlistarkennari leiddu fjöldasöng.  Í lokin voru svo afhent verðlaun fyrir Skólahreystikeppni skólans.