Fréttir

Vel heppnaður hreystidagur

Nemendur yngri deilda hittust á Ólafsfirði sl. fimmtudag en þá fór fram hreystidagur nóvembermánaðar. Fjórir póstar voru boði. Á Gullatúni er flott brekka sem krakkarnir renndu niður á plastpokum, sundlaugin og heitu pottarnir voru vel nýttir, margir reyndu fyrir sér á gönguskíðum, sumir í fyrsta sinn, og allir fóru í Tarsan leik í íþróttasalnum. Það er okkar mat að þessi dagur hafi heppnast mjög vel og allir hafi skemmt sér konunglega. Myndir frá deginum eru í vinnslu.  
Lesa meira

7. bekkur í Reykjaskóla

Þessa vikuna er 7. Bekkur skólans staddur í skólabúðunum í Reykjaskóla ásamt nemendum frá Ingunnarskóla og Sæmundarskóla. Alls eru 98 krakkar í búðunum og lætur okkar fólk vel af dvölinni.  
Lesa meira

Meðal 5 efstu í Myndbandakeppni grunnskólanna 2010

Nú eru úrslit í Myndbandakeppni grunnskólanna 2010 ljós.  Nemendur í  Grunnskóla Fjallabyggðar áttu þar myndband meðal þeirra 5 efstu í yngri flokknum.   
Lesa meira

Hreystideginum hjá yngri deildinni frestað fram í næstu viku

Hreystidagurinn sem vera átti í dag var frestað fram í næstu viku hjá yngri deildinni sökum veðurs. Unglingadeildin nýtir sér miðvikudag og fimmtudag til að fara í íþróttahúsið og spreyta sig við skólahreystibraut.
Lesa meira

Lesið á Leikskálum

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember, heimsóttu nemendur 6. bekkjar leikskólann á Siglufirði og lásu fyrir krakkana þar.  Var þeim vel tekið og hlýddu börnin af áhuga á gestina.
Lesa meira

Norræni loftslagsdagurinn

Norræni loftslagsdagurinn var þann 11. nóvember sl.  Í tilefni af honum var ýmislegt gert í skólanum eins og sjá má af þessari frétt af heimasíðu 1. bekkjar á Siglufirði.  Við erum búin að vera að fjalla um það hvað við erum heppin að búa á Íslandi, getum andað að okkur hreinu lofti. Við höfum líka rætt um hvað við þurfum að gera til þess að vernda landið og jörðina okkar. Í dag áttu allir nemendur í neðra húsi saman litla stund þar sem við önduðum að okkur hreinu lofti.  
Lesa meira

Hreystidagur á fimmtudag

Á fimmtudaginn verður hreystidagur í skólanum.  Yngri deildirnar munu þá eiga góðar stundir saman í Ólafsfirði, fara í sund, Tarzan leik í íþróttahúsinu, reyna sig á gönguskíðum og renna sér á pokum, þotum og öðru slíkum áhöldum á Gullatúni. 
Lesa meira

Endurskinsmerki og bílbelti

Það er kominn vetur og tími endurskinsmerkjanna genginn í garð. Með notkun endurskinsmerkja er hinn almenni vegfarandi að auka öryggi sitt til muna,  hann sést fimm sinnum fyrr þegar hann lendir í ljósgeisla bíls miðað við þann sem ekki er með endurskin. Ef endurskin er ekki til staðar á fatnaðinum þarf að hafa laus endurskinsmerki á sér. Merkin þurfa að vera þannig  staðsett að ljósgeisli frá bíl falli á þau hvort sem bíll kemur á móti eða aftan að vegfaranda.  
Lesa meira

Myndbandakeppni 66°NORÐUR

Síðustu misseri hefur staðið yfir myndbandakeppni 66°NORÐUR og er nú hafin netkostning þar sem valið er besta myndbandið. Nokkrir nemendur Grunnskólans tóku þátt í keppninni og hvetjum við alla til að kíkja á myndböndin og taka þátt í kostningunni á http://www.66north.is/
Lesa meira

Vetrarfrí

Vetrarfrí  skólans verður  1. og 2. nóvember, kennsla hefst aftur miðvikudaginn 3. Nóvember samkvæmt stundatöflu.    
Lesa meira