Snarl

Ágætu íbúar Fjallabyggðar. Nemendur 10. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar munu dreifa blaðinu „Snarl“  í hús  núna fyrir jólin. Þetta er blað sem bekkurinn er að gefa út í tengslum við fjáröflun fyrir útskriftarferð í vor. Ákveðið hefur verið að dreifa blaðinu frítt í öll hús þessi jól þar sem við erum að kynna það hér á Siglufirði en þetta hefur verið hefð í 10. bekk í Ólafsfirði til nokkurra ára. Við viljum endilega halda þeirri hefð við í nýjum sameinuðum skóla okkar í Fjallabyggð. Vonandi hafið þið  ánægju af blaðinu okkar en það inniheldur ýmislegt tengt jólum, fréttir af okkar fólki í skólanum, viðtöl við ýmsa bæjarbúa og margt fl.,ásamt því að innihalda auglýsingar og jólakveðjur frá ýmsum fyrirtækjum hér í byggðarlaginu og utan þess.    Með óskum um gleðileg jól og þökkum fyrir veittan stuðning  Fh. 10. bekkjar.  Bjarkey Gunnarsdóttir og Erla Gunnlaugsdóttir.