Glæsileg piparkökuhús

Nemendur í matreiðsluvali í 9. og 10. bekk taka þessa dagana þátt í samkeppni um fallegasta piparkökuhúsið.  Þau hafa notað kennslustundir í matreiðslu í desember til að hanna og baka þessi hús. Tvenn verðlaun verða veitt á Litlu jólunum, fyrir fallegasta og frumlegasta húsið.  Starfsmenn skólans eru í dómnefndinni og verður spennandi að sjá hver úrslitin verða.