Söng- og hæfileikakeppnin

Söng- og hæfileikakeppni Grunnskóla Fjallabyggðar var haldin í Tjarnarborg í gær að viðstöddu fjölmenni þar sem rúmlega 50 þátttakendur kepptu í 28 atriðum. Flestir keppendur sungu en einnig voru sýnd dansatriði og spilað á hljóðfæri. Allir keppendur fengu viðurkenningu fyrir þátttökuna auk þess sem veitt voru verðlaun, bæði fyrir hópatriði og einstaklingsatriði.

Þeir keppendur sem hlutu verðlaun voru:

Hópar:

1.       sæti       Vala Karen Ingólfsdóttir og Gabríela Rós Gunnlaugsdóttir

2.       sæti       Lóa Rós Smáradóttir og Snjólaug Anna Traustadóttir

3.       sæti       Júlía B. Ingvarsdóttir, Jóhanna R. Sigurbjörnsdóttir og Elísabet A. Rúnarsdóttir

Einstaklingar:

1.       sæti       Sólveig L. Brinks Fróðadóttir/Sigríður Alma Axelsdóttir

2.       sæti       Þórunn Perla Jóhannsdóttir

3.       sæti       Janus Þorsteinsson Roelfs

Frumlegasta atriðið:

Götudansararnir Aníta Ósk Logadóttir, Árni Bent Þráinsson, Dagbjört Rut Tryggvadóttir, Einar Breki Tómasson, Guðrún Fema Sigurbjörnsdóttir, Helga Dís Magnúsdóttir, Salka Björk Molina og Tinna Kristjánsdóttir.