Niðurstöður eineltiskönnunar 2010

Eineltiskönnun er fastur liður í Olweusaráætluninni gegn einelti og andfélagslegu atferli. Niðurstöður könnunarinnar eru afar mikilvægar því að þær segja til um hvernig nemendur meta aðstöðuna og andrúmsloft skólans. Hvað telja þau að hinir fullorðnu í skólanum geri til að koma í veg fyrir einelti. Hvað munu þau gera ef ég lendi í einelti o.s.frv. Þá er fylgst með líðan nemenda, hvort þeir eigi vini í skólanum - og um einelti og forvarnir skólans. Hvernig þær virki, hvar eineltið eigi sér stað og hversu hátt eineltið mælist.

Í desemberbyrjun tóku nemendur skólans í 4.-10. bekk þátt í könnuninni og er hægt að nálgast niðurstöðurnar  hér. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá eineltisteymi skólans og Karítas Neff Fræðslu- og menningarfulltrúa.