Skemmtileg heimsókn

Sigurjón Magnússon ásamt fróðleiksfúsum nemendum
Sigurjón Magnússon ásamt fróðleiksfúsum nemendum
Fyrir ekki svo löngu síðan heimsótti 6. bekkur á Ólafsfirði verkstæði Sigurjóns Magnússonar. Þar fer aðallega fram smíði á sjúkra- og slökkvibílum. Þar er þó einnig verið að gera við heita potta, báta og ýmislegt annað sem smíðað er úr trefjaplasti. Þess má geta að rúmur helmingur þeirra sjúkrabíla sem eru í notkun á Íslandi í dag voru smíðaðir á Ólafsfirði.  

Fyrst fylgdumst við með hvernig trefjaplast er meðhöndlað svo hægt sér að smíða úr því og móta á ýmsa vegu. Eftir það fengum við að prófa flest það sem fram fer á verskstæðinu s.s að beygja járn og stál í risastórri beygjuvél, pússa og bora í gegnum ýmsa hluti, fara undir sjúkrabílana á sérstökum brettum, fikta í lyftaranum (sem var reyndar bannað) og logsjóða sem var sennilega mest spennandi. Þetta var vel heppnuð og lærdómsrík heimsókn og skorum við hér með á aðra bekki í Fjallabyggð að heimsækja þetta flotta versktæði.