112 dagurinn

5. bekkur á Sigló kominn úr húsi og í stafrófsröð á vellinum
5. bekkur á Sigló kominn úr húsi og í stafrófsröð á vellinum
Þann 11.2. var 112 dagurinn þar sem fólk er minnt á mikilvægi þess að huga að slysavörnum, að læra skyndihjálp og ýmislegt fleira sem tengist málaflokknum. Í skólanum fóru fram rýmingaræfingar þ.e. hvernig við rýmum skólahúsin ef eldur kemur upp. Slökkviliðsstjórinn var á staðnum og fylgdist með. Flest gekk samkvæmt áætlun, en í ljós komu nokkur atriði sem þarf að laga og það sýnir okkur hversu mikilvægt það er að æfa þessi viðbrögð reglulega.