Frábær skíðadagur eldri deildar

Það var aldeilis líf og fjör á skíðasvæðinu á Siglufirði í dag þegar nemendur eldri deildar fjölmenntu þangað á skíðadegi. Veðrið lék við okkur, logn og blíða, og sólskin í Bungunni. Brekkur eru við allra hæfi í Skarðinu og því gátu allir fundið áskorun við hæfi. Flestir voru á skíðum og brettum en aðrir létu sleða og snjóþotur af ýmsu tagi duga. Nemendur voru í Skarðinu alveg frá klukkan 9 um morguninn til að verða 2 en þá voru flestir búnir að fá nóg. Fjölmargar myndir eru í myndaalbúmi hér á síðunni.