Upplestrarkeppni 7. bekkjar

Fulltrúar skólans ásamt dómnefnd
Fulltrúar skólans ásamt dómnefnd
Í morgun fór fram lokakeppnin í Upplestrarkeppni 7. bekkjar og þar voru valdir fjórir lesarar og einn til vara til að vera fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni sem fer fram á landsvísu ár hvert en er þó landshlutaskipt. Það var svolítið stress í gangi því lesið var fyrir áhorfendur á sal skólans en börnin stóðu sig þó mjög vel. Þau sem valin voru til þátttöku í stóru keppninni voru eftirtaldir: Erla Marý Sigurpálsdóttir, Jódís Jana Helgadóttir, Sigríður Alma Axelsdóttir og Sölvi Sölvason, varamaður var valinn Kristinn Freyr Ómarsson. Úrslit Stóru upplestrarkeppninnar fara fram í Tjarnarborg þann 22. mars nk. og þar munu okkar fulltrúar etja kappi við fulltrúa Dalvíkur og Árskógsstrandar.