257 nemendur við skólann í vetur

Fjör í söngstund sl. vor
Fjör í söngstund sl. vor
Nemendur við skólann eru 257 nú í upphafi skólaárs og er það nokkur fækkun frá því á síðasta skólaári, en þá voru þeir 272. Helgast sú fækkun aðallega af því að stór árgangur útskrifaðist úr 10. bekk í vor en aðeins 17 nemendur hófu nám í 1. bekk nú á dögunum.  

Sú breyting hefur verið gerð á skipulagi skólastarfsins að nemendur 7. bekkjar fylgja nú yngri deildum, en í fyrra voru þeir í eldri deild. Nemendur yngri deilda stunda nám sitt í sínum bæjarhluta þ.e. Ólafsfirði eða Siglufirði. Í eldri deild eru nemendur í 8. - 10. bekk og er þeim kennt saman á Siglufirði.

Í eldri deild eru 103 nemendur, í yngri deildinni í Ólafsfirði eru þeir 70 og 84 stunda nám við yngri deildina á Siglufirði.