Hreystidagur á Hóli

Í morgun komu saman nemendur og kennarar frá öllum deildum og gerðu sér glaðan dag fram á Hóli. Farið var í Rúgbý, fallin spýta, veiðimannaleik, golf, hafnarbolta, stultugöngu, þrautabraut um skóræktina og ýmislegt fleira. Í hádeginu var síðan tekið hlé frá leikjunum og grillað pylsur fyrir mannskapinn. Myndir frá deginum eru komnar inn í albúmið. Það sem framundan er: Sunnudaginn 5. júní           Skólasýning nemenda á Ólafsfirði frá 12:00- 14:00 Mánudaginn  6. júní           Vinnudagur kennara og frí hjá nemendum. Þriðjudaginn  7. júní           Skólaslit