6. sæti í Skólahreysti

Jakob Snær, Grétar Áki, Kara og Agnes
Jakob Snær, Grétar Áki, Kara og Agnes
Rétt fyrir páskaleyfi fór keppni í riðli skólans í Skólahreysti fram á Akureyri. Farin var hópferð með alla nemendur eldri deildar til að fylgjast með keppninni og hvetja okkar fólk til dáða. Lið skólans var skipað þeim Agnesi Sigvaldadóttur, Jakobi Snæ Árnasyni, Köru Gautadóttur og Grétari Áka Bergssyni.  Agnes og Jakob Snær kepptu í hraðabrautinni en Kara og Grétar Áki í einstaklingsgreinunum. Okkar fólk byrjaði mjög vel og var í forystu eftir fyrstu tvær greinarnar en síðan fór að halla undan fæti og þótti okkur dómararnir vera ansi ósanngjarnir gagnvart okkar fólki. En það þýðir víst ekki að deila við dómarann. Sjötta sæti af níu skólum varð því hlutskipti okkar í ár þrátt fyrir góða frammistöðu. Lið Varmahlíðarskóla bar að lokum sigur úr býtum eftir hörkuspennandi keppni og óskum við þeim til hamingju með sigurinn og góðs gengis í úrslitakeppninni í vor.