Síðbúið þorrablót hjá eldri deild

Matarnefndin: Sibba, Stína og Óla Maja
Matarnefndin: Sibba, Stína og Óla Maja
Í morgun var haldið þorrablót hjá nemendum eldri deildar, betra er seint en aldrei! Nemendur í matreiðsluvali ásamt nemendum 7. bekkjar útbjuggu sviðasultu, kartöflumús og rófustöppu og bökuðu rúgbrauð og flatbrauð undir öruggri handleiðslu Sibbu og Stínu Davíðs. Auk þess máttu nemendur koma með nesti og drykk að heiman. Komið var saman uppi á sal og hófst blótið með fjöldasöng við undirleik Tóta og Elíasar. Var hraustlega tekið undir og vaggað með. Síðan var bragðað á góðgætinu og rann það allt saman ljúflega niður. Þetta var vel lukkuð stund og allir glaðir, þó komið sé fram á góu.