Samstarf leik- og grunnskóla

Við skólann  starfa ýmis fagteymi sem vinna að því að bæta skólastarfið. Dæmi um slíkt   teymi er  samstarf  leik- og grunnskólakennarar. Því er ætlað að auka og viðhalda samvinnu leik- og grunnskóla Fjallabyggðar svo samfella verði í starfi nemenda sem fara á milli skólastiga. Í teyminu eiga sæti fyrir hönd grunnskólans: Ólöf Kristín Ásgeirsdóttir og Mundína Valdís Bjarnadóttir. Hluti af störfum teymisins er að skipuleggja reglulegar heimsóknir leikskólabarna í skólann. Í gær komu elstu börn leikskólans á Ólafsfirði ásamt Þuríði Guðbjörnsdóttur í heimsók í smíða og textíltíma hjá 1. bekk. Þar fengu þau að  taka þátt í vinnunni sem fór fram og fengu sérstaka aðstoð frá 1.og 2. bekk.  Embla Þóra og Amalía Björk Jason Karl og Amanda Ósk