Fréttir úr skólabúðunum

Nú fer að líða á seinni hluta ferðarinna hjá 7. bekk í skólabúðunum að Reykjum.  Nemendur skólans hafa verið til fyrirmyndar og njóta þess að vera hérna. Kennslustundirnar hjá þeim eru fjölbreyttar og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Að loknum kennslustundum dunda þau sér í spilasalnum, sundi, skoða hitt kynið og ýmislegt fleira. Hér koma reglulega inn myndir úr ferðinni. Bestu kveðjur frá Reykjum :)