Verkgreinakennsla

Dálítil töf varð á því að hægt væri að kenna matreiðslu, tækni- og textílmennt í nýju og endurbættu skólahúsi við Tjarnarstíg er skólastarfið hófst í haust. Nú eru stofurnar að mestu leiti tilbúnar og kennsla hófst í þeim nú í vikunni. Enn vantar þó ýmsan búnað í þær og vonir standa til að úr því verði bætt fljótlega. Það voru glaðir nemendur og kennarar sem nutu sín í nýju stofunum og hægt er að sjá myndir úr matreiðslu og texílmenntartíma hjá 5. bekk hér. Einnig eru myndir í sömu möppu af nemendum á yngra stigi á Hreystidaginn sl. mánudag. sksiglo.is náði myndum af unglingastiginu og hægt er að sjá þær hér.