Gróðursetning hjá 5. bekk

Síðasta fimmtudag  fór 5. bekkur og gróðursetti  50 birkiplöntur í blíðskapa veðri.  Þau notuðust við gróðurstafi og voru þau fljót að tileinka sér vinnubrögðin.  Bekkurinn gróðursetti  plönturnar niður við Ólafsfjarðarvatn. Þar er markmiðið að koma upp fallegum gróðri meðfram stígnum vonandi öllum sem þar ganga um til ánægju og yndis. Góður dagur hjá 5. Bekk eins og meðfylgjandi myndir sýna.