Starfskynningar

Undanfarna fjóra daga hafa nemendur 10. bekkjar verið í starfskynningum hjá hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum í sveitarfélaginu. Nemendur eru við störf tvo daga í senn hjá hverju fyrirtæki, taka þar þátt í daglegum verkefnum og kynnast starfseminni. Nemendum finnst þetta mjög áhugavert og stundum fá nemendur sumarstörf hjá viðkomandi fyrirtæki í kjölfar starfskynningarinnar. Síðasta skóladag vikunnar munu nemendur svo útbúa skýrslu um upplifun sína þessa fjóra daga og skila til umsjónarkennara síns. Fyrirtæki og stofnanir í Fjallabyggð hafa verið boðin og búin að taka við nemendum undanfarin ár og er ljúft og skylt að þakka fyrir það.