22.05.2013
Á morgun, fimmtudaginn 23.maí kl. 18.15, verður árshátíð eldri deildar í Tjarnarborg. Á matseðli kvöldsins er
hátíðarmatur og ís á eftir. Nemendur í 10.bekk mega taka með sér tvo gesti hver. Foreldrar nemenda í 8.-9. bekk geta keypt sig inn á
skemmtiatriðin og sitja þá uppi á svölum.
Aðgangseyrir fyrir nemendur og gesti 10.bekkinga er 2000 kr. Aðgangseyrir á skemmtiatriðin ein og sér (fyrir foreldra 8. og 9.bekkjar) er 1000 kr. Ekki er
ætlast til að börn yngri en nemendur á unglingastigi komi á árshátíðina þannig að yngri systkini geta ekki verið gestir
10.bekkinga.
Skipulag árshátíðar er með eftirfarandi sniði:
kl. 17.45 Rúta
fer frá Torginu Siglufirði
kl. 17.45
Húsið opnar
kl. 18.15
Borðhald hefst
kl. 19.30
Skemmtidagskrá hefst
kl. 21.00
Diskó hefst - Plötusnúður í boði Neon
kl.
22.30 Diskói
lýkur – Rúta til Siglufjarðar