Sjálfstyrkingarnámskeið

  Dagana 4. og  5. febrúar var boðið upp á sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stúlkur í 5.-10. bekk hér í skólanum. Kristín Tómasdóttir rithöfundur  hélt námskeiðið en Kristín er með BA-próf í kynjafræði og sálfræði og hefur unnið mikið með unglingsstúlkur og sjálfsmynd. Kristín byggði námskeið sitt  mikið út frá fræðslubókunum sem hún hefur gefið út fyrir stelpur. Námskeiðið tókst mjög vel og höfðu stúlkurnar mikla ánægju af heimsókn Kristínar sem náði vel til þeirra í  spjalli um sjálfsmyndina og hvernig mætti hafa jákvæð áhrif á hana.Mæting á námskeiðið var mjög góð. Námskeiðið var stúlkunum að kostnaðarlausu en það voru fyrirtæki og félagasamtök í Fjallabyggð sem styrktu verkefnið og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Hægt er að sjá myndir frá námskeiðinu hér.