04.04.2014
Grunnskóli Fjallabyggðar hefur það að markmiði að starfa að
einurð gegn einelti og vinnur því samkvæmt Olweusaráætlun. Einn hluti Olweusaráætlunarinnar er að leggja fyrir nemendur 5 – 10 bekkjar
rafræna nafnlausa könnun um eineltisvandann o.fl. í formi sérhannaðs spurningalista. Þessi könnun er lögð fyrir árlega og er ætlun hennar
að finna einelti og koma í veg fyrir það. Hér má sjá niðurstöður síðustu eineltiskönnunar.
Lesa meira
03.04.2014
Örlygur Kristfinnsson, höfundur bókarinnar Saga úr Síldarfirði heimsótti 1.- 4. bekk.
Bókin er verkefni í Byrjendalæsinu þessa viku og eru krakkarnir að vinna ýmis verkefni sem tengjast sögunni.
Lesa meira
02.04.2014
Nú eru komnar inn myndir frá skíðadeginum í Skarðsdal, þær má finna hér.
Lesa meira
01.04.2014
Í dag var skíðadagur hjá yngra stiginu og fór 1. -4. bekkur í Tindaöxl og 5. -7. bekkur í Skarðsdalinn. Veðrið lék við
mannskapinn með logni, sól og smá þokulæðing. Leikgleðin réði ríkjum í dag og laðaði fram bros á vör hjá
mörgum. Myndir úr Tindaöxl eru komnar inn hér og vonandi berast myndir úr Skarðsdalnum síðar.
Lesa meira
29.03.2014
Fyrr í mars tók Grunnskóli Fjallabyggðar þátt í norðurlands undanriðli í
Skólahreysti og kepptu eftirfarandi nemendur:
Jón Áki Friðbjörnsson og Marín Líf Gautadóttir í hraðaþraut,
Sara María Gunnarsdóttir í ambeygjum og hreystigreip
Kristinn Freyr Ómarsson í upphífingum og dýfum.
Keppendur stóðu sig með stakri prýði og höfnuðu í 5. sæti.
Aðrir nemendur á unglingastiginu byrjuðu daginn í skautahöll Akureyrar þar sem þeir spreyttu sig á skautum áður en þeir hvöttu sitt
fólk áfram í Skólahreysti.
Lesa meira
21.03.2014
Skólaakstur fellur niður í dag föstudaginn 21. mars
Lesa meira
20.03.2014
Miðvikudaginn 19. mars fór Stóra upplestrarkeppnin fram í Bergi á Dalvík. Fjórir keppendur úr 7. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar
tóku þátt og stóðu sig með miklum sóma. Rut Jónsdóttir lenti í 2. sæti og Anna Día Baldvinsdóttir lenti í 3.
sæti. Guðmundur Ingi Jónatansson kennari sá um að undirbúa keppendur fyrir keppnina. Nemendur 7. bekkjar fóru með á Dalvík til að
fylgjast með og styðja bekkjarfélaga sína. Frábær árangur hjá okkar nemendum.
Fleiri myndir frá Bergi má sjá hér.
Lesa meira
20.03.2014
Skólaakstur fellur niður í Fjallabyggð í dag fimmtudaginn 20. mars vegna óveðurs og
ófærðar.
Lesa meira
19.03.2014
Framkvæmdir við nýbyggingu skólans við Norðurgötu ganga vel og eru á undan áætlun. Lítil sem engin truflun hefur orðið af
framkvæmdunum og verða nemendur lítið varir við að verið sé að byggja við skólahúsið. Stefnt er að því að
byggingin verði tilbúin næsta haust. Það er Tréverk á Dalvík sem sér um framkvæmdina. Fleiri myndir má sjá í
myndaalbúmi.
Lesa meira