27.05.2014
Á morgun miðvikudag verða sýningar í skólahúsunum við Norðurgötu Siglufirði kl. 16 – 18 og við Tjarnarstíg
Ólafsfirði kl. 18 – 20. Ferðir skólabíls verða sem hér segir:
Frá Ólafsfirði kl. 15.45
Frá Siglufirði kl. 17.45
Frá Ólafsfirði kl. 19.45
Lesa meira
22.05.2014
Fréttir af skólastarfinu við Norðurgötu hafa verið nokkuð reglulega settar inn á heimasíður bekkjanna í vetur. Hér eru hlekkir inn
á hvora síðu.
1.-2. bekkur: /s05
3.-4. bekkur: /s04
Lesa meira
22.05.2014
6. og 7. bekkur fóru í fatasund í sundtíma í morgun. Sólin skein glatt og myndaðist frábær stemming hjá nemendum sem voru duglegir
sprikla í sundlauginni í fullum klæðnaði. Myndirnar tala sínu máli og er hægt að sjá þær hér.
Lesa meira
21.05.2014
Fyrr í vikunni fengur vinaliðar skólans ferð að launum fyrir vel unnin störf. Þau eyddu deginum á Akureyri þar sem ýmislegt skemmtilegt var
brallað en myndir af deginum er hægt að sjá hér. Það hefur verið í höndum Maríu
B. Leifsdóttur að halda utanum verkefnið og vinaliðana og er hún hæstánægð með vinnuframlag vinaliðana og þátttöku
nemenda.
Lesa meira
20.05.2014
Minnum á aðalfund foreldrafélagsins í skólahúsnæðinu við Norðurgötu í kvöld kl 20:00
Lesa meira
18.05.2014
Bestu þakkir til allra þeirra sem tóku
á móti nemendum 10.bekkjar í starfskynningu. Án velvilja og hjálpsemi samfélagsins væri þetta ekki hægt.
Takk fyrir
okkur
Grunnskóli
Fjallabyggðar.
Sjá fleiri myndir í lesa meira
Lesa meira
20.05.2014
Foreldrafélag Grunnskóla Fjallabyggðar boðar til aðalfundar ÞRIÐJUDAGINN 20. maí KL 20:00
Fundurinn verður haldinn í skólahúsinu Norðurgötu á Siglufirði.
Fundarefni:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar 4. Kosning stjórnarmanna 5. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga 6. Kosning fulltrúa í skólaráð,
skv. starfsreglum félagsins 7. Önnur mál
Fyrir hönd stjórnar Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar, Gunnar Smári Helgason formaður
Lesa meira
13.05.2014
Í þessari viku er hin áralega starfskynning 10. Bekkinga. Nemendur fara í ýmis fyrirtæki í Fjallabyggð og vinna í
fjóra daga á tveimur starfsstöðvum. Úrval starfsstöðva er fjölbreytt og spennandi og þykir m.a. grunn- og leikskólinn
spennandi staður fyrir starfskynningu. Í morgun mættu fjórir 10. bekkingar við Tjarnarstíginn og munu þeir aðstoða við kennslu
yngri nemenda.
Lesa meira
05.05.2014
Úrslit stærðfræðikeppni Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra og MTR í samstarfi fyrir 9.bekkinga á svæðinu fór fram
í bóknámshúsi fjölbrautarskólans s.l. föstudag 2.maí.
Björn Vilhelm Ólafsson, Sara María Gunnarsdóttir og Þorgeir Örn Sigurbjörnsson úr Grunnskóla Fjallabyggðar komust öll í
úrslit og stóðu sig vel. Björn Vilhelm lenti í 1.sæti og hneppti þar með sigurinn af 170 nemendum sem upphaflega tóku þátt. Við
óskum krökkunum öllum til hamingju með frábæran árangur og Birni Vilhelm til hamingju með sigurinn.
Lesa meira
28.04.2014
Dagana 25 mars -10 apríl tók 5. bekkur í Grunnskóla Fjallabyggðar þátt í söfnuninni,“Börn hjálpa
börnum“en það er söfnun sem 5. bekkur tekur þátt í ár hvert og er á vegum ABC barnahjálp.
Krakkarnir voru einstaklega dugleg og söfnuðu þau hvorki meira né minna en 195.805 krónum.
Enn ánægjulegra er að þetta er hugsanlega met frá upphafi söfnunar hjá ABC þ.e. að hvert barn
í 5.bekk safnaði 12.230 kr!!
Það var mikið á sig lagt og baukarnir fylltir af mikilli elju.
5.bekkur þakkar öllum þeim sem tóku vel á móti þeim þegar bankað var á hurð þeirra og
beðið var um aðstoð til hjálpar bágstöddum börnum úti í heimi.
Bestu þakkir
Lesa meira