11.08.2014
Starfsmaður óskast í lengda viðveru skólabarna á aldrinum 6-8 ára við Norðurgötu Siglufirði
næsta skólaár til að sinna stuðningi við barn með sérþarfir.
Lengd viðvera er gæsla að loknum skóladegi. Vinnutími er frá kl. 13.00 til 16.00. Ráðningin nær
aðeins til starfstíma skóla. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum.
Umsóknarfrestur er til 18.ágúst
nk.
Upplýsingar veitir Ríkey Sigurbjörnsdóttir skólastjóri
í síma 844-5819 eða í gegnum netfangið rikey@fjallaskolar.is.
Umsóknir skulu sendar á netfangið rikey@fjallaskolar.is
Lesa meira
06.06.2014
Útskriftarhópur 2014
Nú er fjórða ári Grunnskóla Fjallabyggðar lokið og nemendur komnir í sumarfrí. Um leið og við þökkum fyrir veturinn
óskum við ykkur góðs sumars. Árgangur 1998 lýkur nú 10 ára grunnskólagöngu sinni og þökkum við þeim
sérstaklega fyrir góð kynni og óskum þeim velfarnaðar í hverju því sem þau taka sér fyrir hendur.
Starfsfólk Grunnskóla Fjallabyggðar.
Lesa meira
04.06.2014
Kl. 11.00 Skólaslit fyrir 1.-7. bekk við Tjarnarstíg fara fram í íþróttahúsinu Ólafsfirði. Skólarútan fer frá
Norðurgötu kl. 10.40 og til baka að athöfn lokinni.
Kl. 13.00 Skólaslit fyrir 1.-4. bekk við Norðurgötu fara fram í íþróttasalnum Norðurgötu.
Kl. 17.00 Skólaslit unglingadeildar fara fram í Siglufjarðarkirkju. Þar fer fram útskrift nemenda og afhending einkunna 8. og 9.
bekkinga. Skóla-rútan fer frá Ólafsfirði kl. 16.40 og til baka að athöfn lokinni eða um klukkan 18.
Lesa meira
03.06.2014
Í morgun var hamagangur á Ólafsfirði þar sem nemendur fengu að spreyta sig í ýmsum þrautum og leikjum. Veðrið hefði mátt vera
betra en nemendur létu það ekki koma að sök og skemmtu sér ljómandi vel. Nú er er þetta skólaár að líða undir lok en
á morgun er starfsdagur og á fimmtudaginn skólaslit.
Hægt er að sjá myndir af deginum hér og einnig er búið að setja inn myndir frá
bandýboltanumhér.
Lesa meira
02.06.2014
1. og 2. bekkur í vinnu á planinu.
Lesa meira
02.06.2014
Í morgun fór fram gífurlega spennandi keppni við Tjarnarstíg milli kennara og nemenda í 7. bekk. Keppt var í
bandý/fótbolta og eftir strangan og ótrúlega jafnan leik vann 7. bekkur leikinn með naumlegum mun. 8-4
Á morgun þriðjudag er síðasti skóladagurinn á skólaárinu. Hreystiteymi er búið
að skipuleggja metnaðarfulla dagskrá sem mun fara fram við Tjarnarstíg.
Síðasti akstursdagur skólabíls skv áætlun er í dag. Á þriðjudag verða ferðir vegna
Hamagangs á Óló sem hér segir:
Kl. 9.20 frá Siglufirði, Hlíðarvegi og Norðurgötu
kl. 9.40 allir nemendur og starfsmenn skólans mæta við Tjarnarstíg
Kl. 12.30 frá Ólafsfirði
Kl. 13.15 frá ólafsfirði
Miðvikudag er starfsdagur
Fimmtudag er skólaslitadagurinn.
Kl. 11.00 Skólaslit fyrir 1.-7. bekk við Tjarnarstíg fara fram í íþróttahúsinu
Ólafsfirði. Skólarútan fer frá Norðurgötu kl. 10.40 og til baka að athöfn lokinni.
Kl. 13.00 Skólaslit fyrir 1.-4. bekk við Norðurgötu fara fram í íþróttasalnum
Norðurgötu.
Kl. 17.00 Skólaslit unglingadeildar fara fram í Siglufjarðarkirkju. Þar fer fram útskrift nemenda og afhending
einkunna 8. og 9. bekkinga. Skóla-rútan fer frá Ólafsfirði kl. 16.40 og til baka að athöfn lokinni eða um klukkan 18.
Lesa meira
27.05.2014
Á morgun miðvikudag verða sýningar í skólahúsunum við Norðurgötu Siglufirði kl. 16 – 18 og við Tjarnarstíg
Ólafsfirði kl. 18 – 20. Ferðir skólabíls verða sem hér segir:
Frá Ólafsfirði kl. 15.45
Frá Siglufirði kl. 17.45
Frá Ólafsfirði kl. 19.45
Lesa meira
22.05.2014
Fréttir af skólastarfinu við Norðurgötu hafa verið nokkuð reglulega settar inn á heimasíður bekkjanna í vetur. Hér eru hlekkir inn
á hvora síðu.
1.-2. bekkur: /s05
3.-4. bekkur: /s04
Lesa meira
22.05.2014
6. og 7. bekkur fóru í fatasund í sundtíma í morgun. Sólin skein glatt og myndaðist frábær stemming hjá nemendum sem voru duglegir
sprikla í sundlauginni í fullum klæðnaði. Myndirnar tala sínu máli og er hægt að sjá þær hér.
Lesa meira
21.05.2014
Fyrr í vikunni fengur vinaliðar skólans ferð að launum fyrir vel unnin störf. Þau eyddu deginum á Akureyri þar sem ýmislegt skemmtilegt var
brallað en myndir af deginum er hægt að sjá hér. Það hefur verið í höndum Maríu
B. Leifsdóttur að halda utanum verkefnið og vinaliðana og er hún hæstánægð með vinnuframlag vinaliðana og þátttöku
nemenda.
Lesa meira