- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
- Matseðill og skráning í mat
Í dag var hreystidagur hjá okkur og var hann tileinkaður Norræna skólahlaupinu.
1.-4. Bekkur sameinaðist á Ólafsfirði og fór í ratleikinn „leitin að gullinu“ þar sem þau fóru um víðan völl á Ólafsfirði og leystu hinar ýmsu þrautir.
Miðstigið tók þátt í ratleik á Siglufirði þar sem þau fóru líka um víðan völl og leystu mismunandi þrautir.
Unglingastigið hljóp svo hið hefðbundna skólahlaup þar sem þau völdu mismunandi langar leiðir til að hlaupa og skelltu sér svo í sundlaugarpartý að því loknu. Veðrið lék við mannskapinn og báðir byggðakjarnar iðuðu af lífi og fjöri.
Kærar þakkir til þeirra sem tóku á móti okkur slíkar móttökur gera svona daga ómetanlega.
Hægt er að sjá fleiri myndir af deginum hér og vonandi fáum við fleiri myndir síðar.
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880