Fréttir

ART

Lesa meira

Skólaakstur fellur niður í dag miðvikudaginn 4.febrúar

Skólaakstur fellur niður í dag miðvikudaginn 4.febrúar vegna slæmrar veðurspár. Kennsla 5.-10.bekkjar fer fram á starfstöðvum skólans samkvæmt óveðursskipulagi. Nemendur sem búsettir eru í Ólafsfirði mæta í grunnskólann við Tjarnarstíg og nemendur búsettir á Siglufirði mæta í grunnskólann við Norðurgötu ef foreldrar treysta þeim í skólann. Kennt verður samkvæmt óveðursskipulagi til kl. 12.00. Nemendur fara heim að loknum hádegismat. Nemendur í 1.-4.bekk mæta í skólann eins og venjulega ef foreldrar treysta þeim í skólann. Ef foreldrar treysta börnum sínum ekki í skólann þurfa þeir að láta vita af því til ritara skólans í síma 464-9150 eða á netfangið ritari@fjallaskolar.is
Lesa meira

Gleðileg jól

Starfsfólk Grunnskóla Fjallabyggðar óskar ykkur öllum Gleðilegra jóla og þakkar fyrir samstarfið á liðnu ári.
Lesa meira

Ný heimasíða Grunnskóla Fjallabyggðar

Nú hefur verið opnað fyrir nýja glæsilega heimasíðu Grunnskólans. Markmið okkar með nýju síðunni er að auðvelda aðgengi fólks að upplýsingum um skólann á einfaldan og þægilegan hátt.
Lesa meira