Hæfileikakeppni

Þann 29. janúar verður Hæfileikakeppni Grunnskóla Fjallabyggðar haldin í Tjarnarborg.

Þar geta nemendur komið og sýnt hvað í þeim býr, hvort sem er að syngja einir eða í hóp eða að sýna hæfileika sína á annan hátt.

Þeir sem ætla að taka þátt eru beðnir um að skrá sig hjá umsjónakennara fyrir 19. janúar. Ekki er hægt að skrá sig til þátttöku eftir það.

 

Hver nemandi getur aðeins tekið þátt í einu atriði.