Hreystidagur - Skólahreysti

Í dag var hreystidagur hjá 5. -10. bekk og var dagurinn tileinkaður Skólahreysti. Hófst hann í morgun þegar allir nemendur í  5. -7. bekkur fengu að spreyta sig í Skólahreystibrautinni í íþróttahúsinu á Ólafsfirði. Áhuginn og spennan var áberandi hjá nemendum og var mikið lagt á sig til að ná sem bestum árangri. Eftir hádegi fór svo unglingastigið til Ólafsfjarðar þar sem áhugasamir fengu að spreyta sig í brautinni og reyna að komast í skólahreystilið skólans. Úrslitin munu svo koma síðar hér á síðuna en þangað til er hægt að skoða fleiri myndir af þessum skemmtilega degi hér. 1.-4. bekkur verður svo með sinn hreystidag á morgun.