Breytt fyrirkomulag matartíma við Norðurgötu

Síðari hluta nóvember varð það loks að veruleika að nemendur í 1.-4. bekk við Norðurgötu geta matast í skólanum. Nemendur fá nú matarbakka frá Rauðku í stað þess að fara í Kaffi Rauðku og borða í hverju hádegi. Gengur þetta fyrirkomulag ljómandi vel og hefur minnkað álag á bæði nemendur og þá sem hafa fylgt þeim milli staða í hádeginu. Auk þess er öryggi nemenda nú meira þar sem þeir þurfa ekki að vera á gangi í umferðinni í hádeginu. Nemendur gera matnum góð skil í ró og næði í skólanum