07.11.2013
Mánudaginn 11. nóvember ætlar Menntaskólinn á Tröllaskaga í samstarfi
við Sambíó að bjóða nemendum sínum og nemendum í eldri bekkjum grunnskóla Dalvíkur og Fjallabyggðar í bíó
á myndina Disconnect .
Disconnect er
gríðarlega áhrifamikil mynd sem líður áhorfendum seint úr minni Hér eru sagðar þrjár aðskildar sögur sem tengjast
internetinu og enda sem ein heild.
Fyrsta sagan er um
lögfræðing sem áttar sig á því að sonur hans er orðinn fórnarlamb skelfilegs eineltis eftir að hafa opinberað sig á
spjallrás. Um leið kynnumst við drengnum sem stendur fyrir eineltinu og föður hans sem er fyrrverandi lögreglumaður. Önnur sagan er um ung hjón sem
verða fyrir því að bankareikningar þeirra eru tæmdir. Þriðja sagan er síðan um blaðakonu sem gerir alvarleg
mistök.
Sýning fyrir 8. 9. og 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar verður kl.
17:00
Rúta fer frá
torginu Siglufirði kl. 16:15 og heim aftur eftir myndina