Hreystidagur

Í dag var hreystidagur í skólanum. Yngsta stigið sameinaðist á Siglufirði ásamt unglingastiginu og var miðstigið á Ólafsfirði. Í þetta sinn var farið í ratleik um bæina og lék veðrið við okkur, sól og blíða. Nemendur fengu kort af þeim bæ sem þeir voru í og þurftu að finna ákveðna staði sem voru merktir inn á kortið. Á hverri stoppistöð biðu þeirra mismunandi þrautir. Bæði fyrirtæki og einstaklingar tóku vel á móti nemendum og veittu þeim aðstoð við þrautirnar og færum við þeim þakkir fyrir það.  Fleiri myndir má sjá í myndasafni.