18.03.2013
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Tjarnarborg sl. þriðjudag. Lokahátíðin er nokkurs konar
uppskeruhátíð nemenda í 7. bekk, en þeir hafa lagt rækt við vandaðan upplestur á undanförnum mánuðum.
9. nemendur kepptu að þessu sinni og komu þeir frá Árskógarskóla, Dalvíkurskóla og Grunnskóla Fjallabyggðar. Það var
það í höndum Guðrún Unnsteinsdóttur að kynna keppninar og Tónskóli Fjallabyggðar sá um tónlistaratriði.
1. sæti Álfheiður Agla Oddbjörnsdóttir úr Grunnskóla Fjallabyggðar
2. sæti Amanda Guðrún Bjarnadóttir úr Árskógarskóla
3. sæti Guðrún Fema Sigurbjörnsdóttir úr Grunnskóla Fjallabyggar
Það var ánægjulegt að sjá hve margir komu að horfa á keppnina en u.þ.b. 100 gestir fylgdust með upplestrinum sem keppendur skiluðu
með miklum sóma.
Hægt er að sjá fleiri myndir af keppninni á myndasíðu okkar.