Erla Marý nemandi í 9. bekk lenti í 2.-3. sæti í Raunveruleiknum

Á hverju ári taka nemendur í 9. og 10.bekk þátt í Raunveruleiknum, en það er námsleikur sem Landsbankinn býður nemendum að taka þátt í. Nemendur fá úthlutaða „persónu“ og eiga að lifa hennar lífi í leiknum með tilheyrandi kostnaði og brasi. Nemendur fá líka verkefni til að vinna sem snúa að daglegu lífi og fjármálum. Í leiðinni er þetta keppni og fyrstu þrjú sætin verðlaunuð. Erla Marý í 9.bekk lenti að þessu sinni í 2.-3.sæti og kom fulltrúi Landsbankans sl.  þriðjudag og veitti henni verðlaun.