Vinna hafin við skólablaðið Snarl

Samkvæmt venju verður skólablaðið Snarl gefið út fyrir jólin. Það eru nemendur 10. bekkjar sem sjá um vinnslu blaðsins og í dag hófst formlega vinna við það. Í blaðinu verður forvitnilegt efni af ýmsu tagi sem nemendur skrifa að mestu.  Fyrirtækjum í Fjallabyggð, og nokkrum öðrum norðlenskum fyrirtækjum, er boðið að kaupa auglýsingar sem birtast í blaðinu og ágóðinn af auglýsingasölunni rennur í ferðasjóð 10. bekkinga.
Blaðinu verður dreift í öll hús í Fjallabyggð um miðjan desember.