16.05.2012
Núna þegar líður að skólalokum hafa fjölmargir bekkir verið með bekkjarkvöld. Nemendur yngri bekkjanna hafa boðið fjölskyldum
sínum í skólann og verið með fjölbreytt skemmtiatriði fyrir gestina; söng, dans, leikþætti og ýmislegt fleira sem nemendur hafa æft
undanfarnar vikur. Að lokinni skemmtidagskránni hefur verið farið í leiki og síðan boðið upp á veitingar.
Nemendur 8. og 9. bekkjanna hafa gist eina nótt í sumarhúsunum við vatnið í Ólafsfirði og hefur þar verið mikið fjör. Skroppið
hefur verið í sund, synt í vatninu, borðað saman, gripið í spil og ærslast fram eftir kvöldi. Hafa öll þessi bekkjarkvöld verið vel
heppnuð og hafa nemendur, foreldrar og kennarar átt góðar stundir saman.