Sýning á verkum nemenda næstkomandi laugardag

Næstkomandi laugardag verður sýning á verkum nemenda í skólahúsinu við Tjarnarstíg Ólafsfirði og við Norðurgötu Siglufirði, frá  klukkan  11.00 til 14.00. Verk nemenda í unglingadeild verða til sýnis í íþróttasalnum við Norðurgötu. Um er að ræða skóladag hjá öllum nemendum þ.a. þeir mæta í skólann nema um annað hafi verið samið. Akstur skólabíls verður þennan dag sem hér segir: kl. 10.45  frá íþróttahúsinu  Ólafsfirði til Siglufjarðar kl. 12.00 frá torginu Siglufirði til Ólafsfjarðar kl. 12.45 frá íþróttahúsinu  Ólafsfirði til Siglufjarðar kl. 14.15 frá torginu Siglufirði til Ólafsfjarðar