Síðustu metrarnir hjá nemendum 10. bekkjar

Nú styttist óðfluga í að nemendur 10. bekkjar ljúki grunnskólagöngu sinni. Þeir hafa nú þegar lokið hefðbundnu námi og síðustu tvær vikur hafa þeir verið við annarskonar nám. Allir nemendur bekkjarins sátu þriggja daga skyndihjálparnámskeið og að því loknu var komið að starfskynningum. Nemendur kynntu sér hinu ýmsu störf í sveitarfélaginu, hver nemandi heimsótti tvö fyrirtæki eða stofnanir og dvaldi í tvo daga á hvorum stað. Þakkar skólinn sérlega góð viðbrögð vinnuveitenda við óskum um nemendaheimsóknir. Þriðjudaginn 22. maí var svo lagt af stað í óvissuferð og dvelur hópurinn á Suðurlandinu þar sem hann mun rata í fjölmörg ævintýri ef að líkum lætur. Hafa nemendur safnað sjálfir fyrir þessari ferð með ýmsum fjáröflunum og er von á hópnum heim á föstudag.