Glæsilegt þorrablót hjá yngri deild á Siglufirði

Það var mikið fjör eins og sjá má á myndinni
Það var mikið fjör eins og sjá má á myndinni
Líkt og síðustu ár komu nemendur yngri deildarinnar saman í íþróttasalnum og blótuðu Þorrann. Komu nemendur með þorranesti að heiman og mátti þar m.a. sjá sviðasultu, slátur, harðfisk, flatbrauð, sviðakjamma og að sjálfsögðu hákarl. Salurinn ilmaði af þessum kræsingum sem runnu ljúflega niður. Sérstakir leynigestir mættu á blótið að þessu sinni. Það voru söngfuglarnir í sönghópnum Gómum ásamt undirleikara sínum Sturlaugi Kristjánssyni. Sungu þau nokkur lög fyrir krakkana og kenndu þeim nýjan dans. Svo sameinuðust allir í fjöldasöng í lokin þar sem hressilega var tekið undir. Lukkaðist þessi skemmtun eins og best verður á kosið.