Skólaslit

Grunnskóla Fjallabyggðar hefur nú verið slitið í annað sinn. Fjölmargir tóku þátt í stundinni með yngri deildunum en slitin hjá þeim fóru fram í skólahúsnæðunum við Tjarnarstíg og við Norðurgötu. Eldri deildinni var slitið í Siglufjarðarkirkju við húsfylli og það voru spenntir unglingar sem tóku á móti prófskirteinum sínum. Í ár voru 42 nemendur sem útskrifuðust úr 10. bekk en tveir nemendur útskrifuðust úr 9. bekk. Við óskum útskriftarnemendum okkar góðs gengis í framtíðinni. Innkaupalistar fyrir næsta skólaár verður hægt að nálgast hér og myndir af útskrift unglingastigsins hér. Við hefjum síðan skóla aftur 27. ágúst og vonum að þið eigið ánægjulegt sumarfrí.