25.06.2012
Skipulagning skólastarfs fyrir næsta skólaár er langt komin. Töluverðar breytingar eru
fyrirsjáanlegar. Skólahúsið við Tjarnarstíg verður tekið í notkun eftir viðbyggingu og endurbætur og þar
sameinast miðstigsbekkir skólans þ.e. 5., 6. og 7.bekkir.
Skólaakstur eykst á næsta skólaári í
ljósi þess að nemendum 5., 6. og 7. bekkja verður ekið frá Siglufirði til Ólafsfjarðar. Áfram verður nemendum
unglingadeildar ekið frá Ólafsfirði kl. 7.35 til Siglufjarðar og til baka að skóladegi loknum.
Nemendum 5., 6. og 7. bekkja Siglufirði verður ekið kl. 8
frá skólahúsinu við Norðurgötu til Ólafsfjarðar og til baka að skóladegi loknum. Kennsla þessara
bekkjadeilda hefst kl. 8.40. Nemendur í 5., 6. og 7. bekk sem búsettir eru í Ólafsfirði geta mætt kl. 8 og átt athvarf í skólanum þar
til kennsla hefst.
Kennsla bekkjardeilda skólans á
næsta skólaári verður sem hér segir:
1.-2. bekkur skólahúsinu við Norðurgötu, Siglufirði
Umsjónarkennari: Mundína Bjarnadóttir
3.-4. bekkur skólahúsinu við Norðurgötu, Siglufirði
Umsjónarkennari: Sigríður Karlsdóttir
1.-2. bekkur skólahúsinu við Tjarnarstíg,
Ólafsfirði
Umsjónarkennari: Ólöf Kristín Ásgeirsdóttir
3.-4. bekkur skólahúsinu við Tjarnarstíg, Ólafsfirði
Umsjónarkennari: Lísebet Hauksdóttir
5. bekkur skólahúsinu við Tjarnarstíg, Ólafsfirði
Umsjónarkennari: Sigurlaug Guðjónsdóttir
6. bekkur skólahúsinu við Tjarnarstíg, Ólafsfirði
Umsjónarkennari: Sigurlaug Ragna Guðnadóttir
7. bekkur skólahúsinu við Tjarnarstíg, Ólafsfirði
Umsjónarkennari: Ólöf María Jóhannesdóttir
8. bekkur skólahúsinu við Hlíðarveg, Siglufirði
Umsjónarkennari: Arnheiður Jónsdóttir og Brynhildur R
Vilhjálmsdóttir
9. bekkur skólahúsinu við Hlíðarveg, Siglufirði
Umsjónarkennari: Margrét Þórðardóttir
10. bekkur skólahúsinu við Hlíðarveg, Siglufirði
Umsjónarkennari: Halldóra Elíasdóttir
10. bekkur skólahúsinu við Hlíðarveg, Siglufirði
Umsjónarkennari: Róbert Haraldsson