7. bekkur í skólabúðum á Reykjum

Þessa vikuna eru nemendur 7. bekkjar í skólabúðunum á Reykjum í Hrútafirði. Vegna óveðurs komust þau ekki af stað fyrr en á þriðjudagsmorgni í stað mánudags og því er vist þeirra einum degi styttri en ella. Kársnesskóli í Kópavogi og Grunnskóli Vesturbyggðar dvelja með okkar nemendum að Reykjum þessa viku sem vonandi verður öllum ánægju- og eftirminnileg.
Hér má sjá myndir