220 nemendur við skólann í vetur

Nú á haustdögum eru 220 nemendur skráðir í skólann og er það töluverð fækkun frá síðasta skólaári því þá voru þeir 257. Líkt og síðustu ár má helst rekja fækkunina til þess að stórir árgangar eru að útskrifast en mun færri hefja nám í fyrsta bekk.  Í vor útskrifuðust 44 nemendur úr 10. bekk en 13 hefja nám í 1. bekk þetta haustið. Yngri deildin í Ólafsfirði er nú fjölmennust, þar sem allir nemendur 5. - 7. bekkjar stunda nú nám sitt þar ásamt ólafsfirskum börnum í 1. - 4. bekk, þar eru 99 nemendur. Í yngri deildinni Siglufjarðarmegin eru 38 nemendur og í eldri deild, 8. - 10. bekk, eru 83 nemendur.