Kennslu lokið

Í gær komu saman allar deildir skólans og skemmtu sér við Hól og í skógræktinni á Siglufirði. Farið var í ýmsa leiki og þrautir og í hádeginu grillaði Foreldrafélagið fyrir nemendur. Veðrið lék við okkur og óhætt er að segja að dagurinn hafi tekist vel. Myndir eru komnar inn á myndasíðuna og hægt er að sjá þær hér. Kennslu þetta skólaárið er nú lokið en á morgun er starfsdagur og á föstudaginn skólaslit.  (sjá nánar hér)  Við minnum svo á fundinn hjá Foreldrafélaginu á morgun kl 18:00 og þökkum fyrir veturinn