Óskað framboða í Ungmennaráð Fjallabyggðar

Í gær heimsótti Gísli Rúnar Gylfason íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Fjallabyggðar nemendur 9. og 10. bekkjar og kynnti fyrir þeim hlutverk Ungmennaráðs Fjallabyggðar og óskaði eftir framboðum í ráðið frá nemendum. Ungmennaráðið er ráðgefandi um málefni er tengjast ungu fólki á aldrinum 14-25 ára í Fjallabyggð og í því eiga sæti fimm fulltrúar þar af  tveir úr 9. eða 10 bekk. Nokkrir aðilar hafa gefið kost á sér og verður kosið á milli þeirra í næstu viku.