Fréttir

Vinningshafi í teiknisamkeppni Alþjóðlega skólamjólkurdagsins

Rétt fyrir páska var tilkynnt um úrslit í teiknisamkeppni Alþjóðlega skólamjólkurdagsins, en hann er síðasta miðvikudag í september ár hvert.  Í ár bárust um 1300 teikningar frá 60 skólum víða að af landinu m.a. frá nemendum í 4. Bekk Grunnskóla Fjallabyggðar.    
Lesa meira

Vorskemmtun á Siglufirði

Hin árlega Vorskemmtun 7. bekkjar fer fram í Allanum á Siglufirði fimmtudaginn 14. apríl og eru sýningar kl. 16.00 og 20.00. Samkvæmt venju eru það nemendur yngri deildarinnar á Siglufirði sem koma fram, þ.e. nemendur 1. - 6. bekkjar, ásamt nemendum 7. bekkjar.
Lesa meira

Sýn Grunnskóla Fjallabyggðar

Í vetur hefur starfsfólk skólans unnið að starfsáætlun og skólanámskrá fyrir nýjan skóla. Eftirfarandi sýn er höfð að leiðarljósi.
Lesa meira

Lokasýning

  Nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar sýna síðustu sýningu á leikverkinu Irisi eftir Brynhildi Guðjónsdóttur og Ólaf Egil Egilsson á morgun sunnudaginn 10. apríl  í Tjarnarborg kl. 16:00. Um er að ræða nýtt verk sem skrifað var sérstaklega fyrir Þjóðleik en það er  samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og leikhópa á Norðurlandi og fór fram síðastliðna helgi á Akureyri. Það eru unglingar í leiklistarvali grunnskólans sem flytja verkið. Miðaverð er 1000 krónur fyrir fullorðna en frítt fyrir börn 16 ára og yngri.   Athugið að þessi sýning  er ekki við hæfi ungra barna.  
Lesa meira

Árshátíð 1. -6. bekkjar á Ólafsfirði

Miðvikudaginn 13. apríl kl. 17:30 verður árshátíð 1.-6. bekkjar Ólafsfjarðarmegin haldin í Tjarnarborg. Miðaverð er 1000 krónur fyrir 7. bekkinga og eldri. Þar munu bekkirnir sýna atriði sem þeir eru búnir að vera að æfa undanfarnar vikur. Vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Lesa meira

Flottir Heimsmenn

Tónlist fyrir alla er verkefni þar sem grunnskólum landsins stendur til boða að fá þekkta tónlistarmenn í heimsókn með áhugavert efni. Að þessu sinni voru það Heimsmenn sem heimsóttu Grunnskóla Fjallabyggðar. 
Lesa meira

Glæsileg leiksýning

Í vetur hafa nemendur í leiklistarvali skólans æft upp nýtt íslenskt leikverk undir stjórn Sigmundar Sigmundssonar. Verkið heitir Iris og var skrifað sérstaklega fyrir Þjóðleik, sem er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og ýmissa leikhópa á Norðurlandi, og er það eftir Brynhildi Guðjónsdóttur og Ólaf Egil Egilsson.
Lesa meira

Skíðadagur yngri deildar Ólafsfirði

Í gær var farið með nemendur yngri deildar á Ólafsfirði yfir í Skarð þar sem þeir skemmtu sér ýmist á skíðum, bretti eða þotum. Veðrið lék við mannskapinn og færið var mjög gott. Komnar eru inn myndir af deginum.
Lesa meira

Forinnritun 10. bekkinga í framhaldsskóla

  Forinnritun 10. bekkinga fer fram dagana 21. mars til 1. apríl. Lokainnritun verður 3. til 9. júní. Innritun fer fram á netinu, á slóðinniwww.menntagatt.is. Á sama svæði má fá upplýsingar um innritunina og nám í framhaldsskólum. Nemendur sem eru að ljúka grunnskóla eiga rétt á skólavist í framhaldsskóla.  Nemendur í tilteknum grunnskólum hafa forgang að skólavist í ákveðnum framhaldsskólum með hliðsjón af nágrenni við skóla, hefðum og samgöngum. Lágmark 40% nýnemaskulu vera úr forgangsskólum, þ.e. sæki svo margir sem uppfylla inntökuskilyrði, um viðkomandi skóla. Nemendur úr Grunnskóla Fjallabyggðar og Grunnskóla Dalvíkurbyggðar eiga forgang að skólavist í Menntaskólann á Tröllaskaga og í Verkmenntaskólann á Akureyri. Til nánari skýringar:  
Lesa meira

3. sæti í Skólahreysti

Grunnskóli Fjallabyggðar lenti í 3. sæti í Skólahreysti eftir að hafa haft leiðandi forustu fram á síðustu mínútur. Okkar krakkar stóðu sig frábærlega og veittu svo sannarlega harða keppni. Aldrei hefur  verið jafn naumt á stigum í Norðurlandsriðlinum fyrr. Fyrir hönd skólans kepptu þau Arndís Lilja Jónsdóttir, Brynjar Már Örnólfsson, Magnús Andrésson og Kara Gautadóttir. Myndir og frekari upplýsingar um keppnina má sjá á skolahreysti.is og síðu skólahreystis á facebook.com
Lesa meira