Vinningshafi í teiknisamkeppni Alþjóðlega skólamjólkurdagsins

Mynd Álfheiðar Öglu
Mynd Álfheiðar Öglu
Rétt fyrir páska var tilkynnt um úrslit í teiknisamkeppni Alþjóðlega skólamjólkurdagsins, en hann er síðasta miðvikudag í september ár hvert.  Í ár bárust um 1300 teikningar frá 60 skólum víða að af landinu m.a. frá nemendum í 4. Bekk Grunnskóla Fjallabyggðar.     Aðeins 10 nemendum eru veittar viðurkenningar fyrir teikningar sínar að lokni vali á úrtaki sem lagt var fyrir menntamálaráðherra. Hver verlaunahafi fær 25 þúsund krónur, sem renna óskiptar í bekkjarsjóð viðkomandi.

 

Í ár var Álfheiður Agla Oddbjörnsdóttir, nemandi í Grunnskóla Fjallabyggðar ein af vinningshöfunum.